Næsti fundur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar verður fimmtudaginn 24. október. Erindi fundarins er á vegum alþjóðamálanefndar en formaður hennar er Ingólfur Vignir Guðmundsson. Fyrirlesarinn verður Brynjar Níelsson alþingismaður. Þriggja mínútna erindi flytur Magnús Ægir Magnússon.
Tveir nýir félagar verða teknir inn í klúbbinn á fundinum, þeir eru Sigurður Hallur Stefánsson og Eiríkur Svanur Sigfússon.
Mætum öll og fögnum inngöngu nýrra félaga!
Kveðja
Víðir forseti 2019-2020