Næstkomandi Laugardag, 15. September ætlar Landgræðslunefnd að hittast upp í skógarlundinum okkar og taka smá til hendinni.

Hugmyndin er að stækka lundinn, slá og gera fínt og setja niður hæla á stígana.
Þá koma þeir Steinar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og Björn Traustason frá Skógrækt Ríkisins að Mógilsá. Annar kemur með keðjusög og galla sem tilheyrir því að fella tré.