Síðasta rótarýfundurinn fyrir sumarfrí verður í Rótarýlundinum okkar við Klifsholt, skammt frá Kaldárseli. Gott er ef fólk sameinast í bíla því bílastæði eru ekki mjög mörg.
Ræðumaður verður Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Íslands.
Þriggja mínútna erindi flytur Magnús Ægir Magnússon.
Fundurinn er í umsjá landgræðslunefndar.