Fráfarandi
forseti, Sigurður Björgvinsson, fráfarandi stjórn, kæru Rótarýfélagar,
Ég
vil bjóða nýja stjórnarmenn velkomna og efast ekki um að við munum vinna vel
saman ásamt ykkur félögum okkar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Þá vil ég þakka
fráfarandi stjórn kærlega fyrir gott samstarf á liðnu starfsári og sérstaklega
þakka tveimur fráfarandi forsetum, Sigríði Kristínu og Sigurðu fyrir frábært
starf sl. tvö starfsár sem hafa verið ansi erfið vegna Covid en þau hafa stýrt
klúbbnum vel í gegnum tíma samkomutakmarkanna og náð að hugsa út fyrir boxið
þannig að klúbburinn gat haldið starfi sínu að miklu leyti gangandi. Samstarf
við þau og aðra stjórnarmenn hefur verið mér mikilvægt til að undirbúa mig undir
starfið framundan.
Þá
vil ég þakka Steingrími Guðjónssyni fyrir vinnu við bókina okkar og Sigurjóni
Péturssyni fyrir ljósmyndun og öðrum sem starfað hafa að undirbúningi að útgáfu
hennar.
Það
er mér mikill heiður að fá það hlutverk að leiða klúbbinn okkar á þessu
starfsári og ég þakka það traust sem þið hafið sýnt mér og mun að sjálfsögðu
gera mitt besta til að standa undir því trausti. Þá hlakka ég mikið til að
starfa með því fólki sem skipar stjórn klúbbsins.
Ég
hef starfað í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar frá árinu 2017. Aðdragandinn að því að
ég gekk í klúbbinn er nú kannski dálítið skondinn. Ég kom hér sem gestur til að
segja frá starfi mínu vorið 2017. Það verður að viðurkennast að þá vissi ég
lítið sem ekkert um Rótarýrhreyfinguna en sá að í klúbbnum var mikið af fólki
sem ég þekkti og þetta leit nú út fyrir að vera hinn skemmtilegasti
félagsskapur. Í maí fékk ég svo símtal þar sem ég var stödd í Madríd, frá
þáverandi forseta, Bessa Þorsteinssyni. Hann tjáði mér að innganga mín í
klúbbinn hafi verið samþykkt og vildi vita hvenær ég gæti mætt á fund til að
vera formlega tekinn inn. Ekki man ég eftir því að hafa sótt um í klúbbinn
þannig að ég varð aðeins hvumsa en ákvað nú bara að stökkva til og hef svo
sannarlega ekki séð eftir því.
Ég
er gift Hauki Agnarssyni en hann er verkefnastjóri hjá Össuri og við eigum þrjú
börn, Rósu sem er látin, Sigurrós 15 ára og Vilhjálm 13 ára.
Ég
er lögfræðingur að mennt, útskrifaðist frá lagadeild HÍ haustið 2005 og hef
starfað sem ákærandi allt tíð síðan, fyrst hjá ríkissaksóknara en frá árinu
2016 verið varahéraðssaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara en þar stýri ég
því ákærusviði sem fer með öll alvarleg ofbeldisbrot, fíkniefnabrot og fleira á
landsvísu. Ég hef einnig verið stundakennari við lagadeild HÍ frá árinu 2006 og
haft mjög gaman af.
Þegar
kemur að markmiðum starfsins á starfsárinu þá erum við loksins að horfa fram á
starfsár án allra takmarkana sem hafa sett mark sitt á síðust tvö ár. Núverandi
stjórn hefur sett sér það markmið að fjölga félögum í klúbbnum og þá
sérstaklega að fjölga konum en þær eru nú einungis 12,5% félaga. Einnig er
mikilvægt, í því skyni að viðhalda stærð klúbbsins, að fjölga yngra fólki.
Þetta markmið er og verður að sjálfsögðu að vera okkar allra og í því skyni
væri t.d. ráð ef hver og einn félagi setur sér það markmið að bjóða með sér að
minnsta kosti einum gesti á fundi klúbbsins, gesti sem hugsanlega gengur síðar
í klúbbinn.
Þá
er það jafnframt markmið okkar að kynna klúbbinn enn betur fyrir bæjarbúum. Ein
aðferð til að gera það er sú nýbreytni sem tekin hefur verið upp við
verðlaunaafhendingar. Nú verðlaunum við útskriftarnema sem hafa staðið upp úr
þegar kemur að þeim gildum sem rótarý byggir á. Verðlaunahafar velja sér gott
málefni til að styrkja og verður svo boðið á fund hjá okkur með haustinu til að
kynna val sitt. Með þeim hætti náum við jafnframt að kynna klúbbinn okkar og
rótarýhreyfinguna fyrir verðlaunahöfum og fjölskyldum þeirra.
Margt
annað sem við stefnum að, getum vonandi farið saman í ferðalög innanlands og
utan sem hefur ekki verið hægt í nokkur tíma og margt fleira.
Ég
hvet ykkur til að skoða vel nýju bókina okkar fyrir starfsárið en hún mun
einnig verða aðgengileg á vefnum okkar og vil ég einnig hvetja alla til að fara
reglulega inn á rotary.is og skoða þar fréttir og efni og kynna sér vefinn vel.
Að
lokum þá segi ég bara að ég hlakka mikið til starfsársins framundan og að
starfa með nýrri stjórni og ykkur öllum og óska klúbbnum okkar velfarnaðar.