Ferðasaga frá ferð til Sófíu í Búlgaríu

miðvikudagur, 29. ágúst 2018

Guðmundur Helgi Víglundsson

Ferðasaga frá klúbbferðinni til Sófíu í Búlgaríu.



Miðvikudagur 29. ágúst

Farið var snemma á af stað frá Keflavík. Flogið var til Frankfurtar, þar var nokkurra tím bið og einnig bættist við seinkun á flug til Sófíu. Við vorum komin til Sófíu undir kvöld. Þar kom upp leiðindar vandamál á flugvellinum, (fimm félagar höfðu ekki komið með vélinni frá Frankfurt, nei, nei, nú misminnir mig) fimm töskur skiluðu sér ekki með fluginu.   Jónas tók á móti okkur á flugvellinum og fræddi okkur um staðhætti.   Þegar búið var að bóka sig inn á frábært 5 stjörnu hótel í miðborg Sófíu, Grand Hótel Sófía, fóru flestir á nærliggjandi veitingarstaði um kvöldið.   Við vorum með þrjá frábæra leiðsögumenn, þar fyrst er að nefna Vania Koleva sem er hægri hönd Jónasar,  gætinn í rútunni var hún ________ _______ hún sá um að fræða okkur um allt milli himins og jarðar, og ekki má gleyma Jónasi sjálfum.  

Fimmtudagur 30. ágúst

Farið var frá hótelinu með rútu í tveggja tíma ferð í munka klaustur sem liggur uppi í fjöllunum. Það heitir Rila Monastery, klaustrið á sér mjög merkilega sögu sem nær margar aldir aftur í tímann. Það var mjög sérstök upplifun að koma þar og heyra alla sögurnar um klaustrið og skoða safn sem er á staðnum. Klaustrið hafði brunnið að minnsta kosti þrisvar sinnum og það rænt mörgu sinnum gegnum aldirnar.   Þaðan var farið á veitingarstað sem er á leiðinn að klaustrinu í „árdalnum“ og snæddur dýrindis hádegisverður.     Eftir að komið var á hótelið, fóru sumir í gönguferðir um nágrennið aðrir tóku því rólega á hótelinu og gerðu sig klára fyrir viðburði kvöldsins.   Um kvöldið var farið á veitingarstað uppi í fjöllunum, þar voru skemmtiatriði, dansar, söngvar og einnig dans á glóðum.  

Föstudagur 31. ágúst

Farið með rútu um Sófíu, skoðaðar helstu opinberar byggingar, stoppað til að skoða kirkjur og bænahús, skoðaðar heitar uppsprettur sem eru inn í miðborginni, þar eru fornleifar sem voru grafnar upp fyrir fáum árum og eru frá tímum Grikkja og Rómverja. Þar kom í ljós að Rómverjar höfðu meðal annars notað þessar heitar uppsprettur til að hita híbýli sín.   Búlgaría hefur verið undir stjórn mismunandi valda afla frá fyrstu tíð. Sagan mær að minnst kost aftur til sjöundu aldar fyrir Krist. Þar hafa ráðið ríkjum Persar, Keltar, Grikkir, Rómverjar, einnig nokkur konungs veldi og Ottómenn.   Eftir seinni heimstyrjöldina lenti Búlgaría undir stjórn Sovétríkjanna, þar til í byltingunni 1989, að þeir fengu sjálfstæði. Það sem hefur skemmt fyrir þeim á síðustu árum er mikil spilling, sem þeir eru að reyna að sporna við.   Búlgaría er með lægstu meðallaun innan Evrópusambandsins, ca. 60 þúsund krónur á mánuði, tíma laun eru ca. 125 krónur. Meira en helmingur þjóðarinnar er á lámarkslaunum. Gjaldmiðillinn er LEVA ca. tvær LEVUR eru í einni EVRU.   Borgin ber þess glögg merki að þar er mikil fátæt, byggingar eru viða að hruni komnar, þrátt fyrir að búið sé í þeim. Gríðarlegar stóra blokkir frá tímum Rússa eru um alla borg, byggðar upp úr 1970, þær eru einnig flestar í mjög slæmu  ástandi. Frekar traust byggðar en ylla einangraðar.   Miklar framkvæmdir voru í borginni, unnið var að lagfæringum á götum og gangstéttum, einnig voru almenningsgarðar lokaðir vegna lagfæringa. Mikið var um að byggingar væru allar út krotaðar / sprautaðar í grafitti.   Eftir þessa ferð var nokkurra tíma hvíld á hótelinu.    Um eftirmiðdaginn var farið í glæsilega móttöku hjá e Merchant Pay sem er fyrir tæki Jónasar og Hönnu Láru í Sófíu. Þar var öllum gestum færð dýrindis rósarolía, sem er kölluð yngingarolía (eins og sést á mér), hún er unnin úr rósum eins og nafnið ber með sér. Einungis er hægt að framleiða þessa olíu á tveimur stöðum í heiminum, annar er í afskekktum dal í Búlgaríu.   Glæsilegar veitingar biðu okkar hjá þeim. Gestir fengu að fara í skoðunarferð um fyrirtækið sem er allt hið glæsilegasta í tveimur nýjum skrifstofu byggingu.   Að því loknu var farið í glæsilegan kvöldverð á veitingarstað sem liggur inni í skógi, inni í miðri Sófíu. Það var eins og maður væri kominn út í sveit. Fyrr í sumar var búið að tilkynna Jónasi að ekki væri hægt að taka á móti hópnum þar sem staðurinn fór ill í bruna í sumar, en fyrir tæpum mánuði síðan var haft samband aftur og tilkynnt að unnið væri að endur bótum og staðurinn yrði tilbúinn þegar við kæmum. Staðurinn var allur hinn glæsilegasti, borðhaldið var í stórum opnum skála.  

Laugardagur 1. september

Þá var farið snemma af stað með rútu til næst stærstu borgar Búlgaríu – Plovdiv. Þar var gengið um eldri hluta borgarinna. Þar hafa fundist við uppgröft miklar rústir og mann vistar leifar frá tímum Grikkja og Rómverja.   Þaðan var farið á vín búgarð Midal lidare, í vín smökkun og skoðunarferð um verksmiðjuna. Að því búnu var farið á heilsuhótel sem rekið er af búgarðinum og snædd dýrindis máltíð.   Komið var aftur á hótelið um fimm leitið.   Um kvöldið var farið í smærri hópum út að borða.  

Sunnudagur 2. september

Þá var ekki skipuleg dagskrá, eftir morgunverð var farið í göngu ferðir um borgina, sumir fóru á verslunar götuna, aðrir fóru í verslunarmiðstöðvar „MOLLIN“. Og enn aðrir földu sig undir tjald veitingar stöðu sem eru um alla miðborgina.   Um kvöldið dreifðust hóparnir á veitingarstaði í nágrenni hótelsins.

Mánudagur 3. september

Heimfarardagur, farið var snemma af stað frá hótelinu. Flogið var frá Sófíu til Brussel. Þar var einni nokkurra tíma bið í flugið til Keflavíkur. Hópurinn lenti rúmlega þrjú í Keflavík, eftir frábæra ferð þar sem allt gekk upp nema fimm töskur sem skiluðu sér ekki til Sófíu.   Fjórar töskur komu svo daginn eftir, en ein kom aldrei til Búlgaríu, Það voru getgátur um að sú taska hefði aldrei farið um borð í flugvéla í Keflavík.   Guðmundur Helgi Víglundsson