Helgafell

þriðjudagur, 21. ágúst 2018

Guðbjartur Einarsson

Samfélagsnefnd fór á Helgafell í vettvangsskoðun



Þann 21. ágúst bauð samfélagsnefnd undir forystu Tryggva Jónssonar formanns nefndarinnar til ferðar á topp Helgafells til skoðunar á staðsetningu verðandi útsýnisskífu. Með í ferðinni var landslagsarkitekt Hrönn Vegna útlits á að veðurguðirnir yrðu okkur ekki hagstæðir var minna um þátttöku en vænst var. Við vorum 4 ( Tryggvi –Daniel – Guðbjartur og arkitekt Hrönn ) sem lögðu á brattan í smá súld. Ferðin gekk vel , og var á faglegum grunni ákveðið hvar útsýnisskífan skildi staðsett á toppnum. Samfélagsnefnd hefur tekið til starfa og mun láta stjórnina fylgjast með gangi verkefnisins .   Með Rótarykveðju Guðbjartur Einarsson forseti