Nýtt vefumsjónarkerfi

fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Guðni Gíslason

Eftir mikla undirbúningsvinnu fer nú að hilla í að hægt verði að taka í gagnið nýja félagakerfið, ClubAdmin, sem fengið er frá Svíþjóð. Kerfið hefur verið í þróun og töluverð vinna hefur farið í að íslenska kerfið.
Með kerfinu fylgir heimasíða fyrir hvern klúbb svo rótarýfélagar munu sjá miklar breytingar.

Vefnefnd umdæmisins kallar eftir jákvæðni og biðlund við innleiðingu nýja kerfisins. Margt mun verða mun betra en áður, t.d. mætingarskráning sem verður mun einfaldari auk þess sem nú verðu nægilegt að uppfæra í félagakerfinu og þarf ekki jafnhliða að uppfæra í MyRotary á rotary.org.
Það eru ekki öll skref fram á við en með þessa nýja kerfi erum við þó að mjakast áfram og fylgjum m.a. Svíum sem nota þetta kerfi og fáum allar þær uppfærslur sem gerðar verða en gamla kerfið okkar var ekki uppfært lengur.