Guðmundur Steinar fékk PH með einum safír

mánudagur, 9. janúar 2017

Guðni

Guðmundur Steinar Jónsson var heiðraður með Paul Harris orðu með einum safír á fyrsta fundi ársins, 5. janúar sl.

Við það tækifæri sagði forseti klúbbsins, Bessi H. Þorsteinsson: "Það er öllum Rótarýfélögum kunnugt hvað Guðmundur Steinar hefur lagt af mörkum til klúbbsins og hreyfingarinnar, hann fefur fengið Paul Harris orðu áður og lagt klúbbnum og hreyfingunni til starfskrafta sína ómælt. Sérstaklega hefur hann lagt mikið af mörkum til Kimberley verkefnisins, enn hann heimsækir barnaheimilið reglulega og heldur þeim við efnið."
Ljósmynd: Guðni Gíslason