Klúbbfundur 11.4.2024 - Hjólaskóli

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Sigurjón Pétursson

Fundur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar þann 11. apríl 2024.

Fundurinn var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika. Þetta var fundur nr. 36 á starfsárinu og nr. 3713 frá stofnun.

Ingvar forseti bauð félaga og gesti velkomna. Gestir voru Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Birta Lind Jóhannsdóttir.

Paul Harris viðurkenning. Ingvar skýrði svo frá að árið 1957 var tekinn upp sá siður, að rótarýklúbbar hófu að veita félögum, sem viðkomandi klúbbar vildu heiðra fyrir mikil og góð störf í anda Rótars, útnefningu sem Paul Harris-félaga. Orðan er gefin af Rótarýsjóðnum, sem er ein öflugasta námsstyrkjastofnun veraldar. Árið 1978 var fyrst útnefndur Paul Harris félagi á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar en það var Beinteinn Bjarnason, er þá viðurkenningu hlaut. Beinteinn var jafnframt fyrsti íslenski rótarýfélaginn sem fékk þá viðurkenningu. Stjórn Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að veita slíka orðu og heiðra með henni Sigurjón Pétursson einn af okkar ágætu félögum. Sigurjón gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 19. desember 2002. Hann hefur leitt Kynningarnefnd síðastliðin tvö ár og sett klúbbinn á nýjan stall með texta og myndum frá fundum og starfi klúbbsins inn á samfélagsmiðla.

Þórdís Bjarnadóttir flutti G-vítamín dagsins. "Flæktu ekki líf þitt að óþörfu" Skoraði  hún á Sigurjón Pétursson varðandi næsta G-vítamín.

Sungið var "Það liggur svo makalaust"

Afmæli til næsta fundar eiga Þorvaldur Ólafsson, Almar Grímsson og Hallgrímur Jónasson. Í dag á afmæli Sigurður Einarsson. Sunginn var afmælissöngurinn og hrópað ferfallt húrra til heiður Sigurði.

Mættir voru 42 félagar sem gerir 70% mætingu. "Gefum okkur gott klapp."

Ýsa og kaka. Réttsælis.

Guðbjartur Einarsson lagði áherslu á að Rótarýmenn væru sýnilegir m.a. með því að bera rótarýhúfur. Í því tilefni hefur Guðbjartur pantað 24 húfur frá USA sem verða til sölu til félaga.

Þriggja mínútna erindi flutti Jónas Sigurgeirsson. Fjallaði hann um barnabókaútgáfu og ótrúlega útbreiðslu og sölu slíkra bóka. Einnig um útgáfu ljóðabókarinnar Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson sem hefur nú selst í yfir 7.000 eintökum og því mest selda ljóðabók á þessari öld.

Framsögumaður var Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og fjallaði hún um Hjólaskólann, fjallahjólreiðar og hjólaferðir innanlands og erlendis. Skólinn heldur námskeið fyrir börn og fullorðna en einnig stendur hann fyrir mótahaldi. Markmið er að skapa hjólagleði og gera hjólreiðar ævintýralegar og eftirsóttar.

Fundi slitið með hefðbundnum hætti kl. 13:30.

Næsti fundur verður 18. apríl

Fundurinn er á vegum Kynningarnefndar.

Fjórprófið.

 

 

 

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir fjallaði um Hjólaskólann, fjallahjólreiðar og hjólaferðir innanlands og erlendis.