Skógrækt við Klifsholt

föstudagur, 9. mars 2018

gg

Árlega hefrur verið farið í gróðursetningu í sérstakan skógræktarrei við Klifsholt við Kaldárselsveg. Síðari ár hafa R.H. og Inner Wheel klúbburinn haft samvinnu um þetta verkefni og skógræktardagurinn verið árviss. Af sérstökum ástæðum hefur þessi atburður orðið merkilegri en áður.

Gróðursetning trjáplantna hefur verið frá árinu 1951 stöðugt viðfangsefni Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Rótarýklúbburinn í Örstavík í Noregi sendi klúbbnum um 5000 trjáplöntur að gjöf vorið 1955. Þessu fór fram næstu árin og gat klúbburinn gefið skóræktarfélagi og öðrum klúbbum hluta af þessum plöntusendingum. Upphaf þessa máls var á þá lund að sonur félaga í R.H., Gunnar Finnbogason Jónssonar póstmeistara, var við skógræktarnám í Örstavik og tók klúbburinn þar hann í eins konar fóstur.

Það er Hafnfirðingum kunnugt að fáir hafa lagt meira á sig í trjárækt og í raun lyft þar stærri Grettistökum en Jón Magnússon, kenndur við Skuld, fæddur 1902. Á umdæmisþinginu í Keflavík árið 1990 voru Jóni veitt verðlaunin úr Starfsgreinasjóði umdæmisins fyrir elju hans, dugnað og tilraunir í skógrækt á landspildu sinni ofan við Sléttuhlð og raunar einnig á lóð sinni heima í Lynghvammi.

Árið eftir samþykkti R.H. að gera Jón Magnússon að heiðursfélaga klúbbsins í virðingarskyni fyrir framtak hans í skógræktarmálum. Upp frá því hefur Jón boðið skógræktarfólki R.H. og Inner Wheel að heimsækja sig í skála sinn í gróðurreitnum mikla og fagra. Hús þetta reisti hann fyrir löngu og nefnir Smalaskála.