Athugið, vegna forfalla breytist fundarefni. Terry Gunnel þjóðháttafræðingur og kennari í Háskólanum mun flytja erindi um Þorrann. Fundurinn er frá kl. 12.10 til kl. 13.15 og á boðstólnum verður þorramatur.
Fyrirlesari er Fundarefni er Í umsjón ferða - og skemmtinefndar
Nafn Guðbrands biskups er í margra huga tengt fyrstu útgáfu Biblíunnar hérlendis árið 1584 og tölum við gjarnan um „Guðbrandsbiblíu“ í því sambandi. Guðbrandur var afar áhrifamikill þegar kom að því að móta kirkjulega stjórnsýslu og afmarka skilin á milli veraldlegs valds og kirkjuvaldsins. Hann sa...
Jón Þór Kristjánsson hugbúnaðarverkfræðinur hjá Luzinity kynnir hugbúnað til varnar peninga þvætti. Fundur er í umsjá samfélagsnefndar.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri segir okkur frá starfsemi skólans. 5 mínútna erindi
Rúnar Helgi mun fjalla um og lesa úr nýkominni bók sinni, Þú ringlaði karlmaður. Tilraun til kerfisuppfærslu. Bókina skrifaði hann til að skoða sig sem karlmann og breytta stöðu karlmanna í samfélaginu.
Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi hjá Stjúptengsl verður með starfsgreinaerindi þar sem hún segir frá fjölbeytttu starfi sínu.
Guðbjörg Pálsdóttir fyrrverandi dósent í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið HÍ fjallar m.a. um: Samfélagið hefur áhrif á hvaða stærðfræði talið er heppilegt að læra. Alltaf þarf að vera vakandi fyrir að skoða spurningar eins og: Hvaða þekkingu þarf fólk að hafa á metrakerfinu, sætiskerfinu e...
Gleðilegt ár kæru félagar. Á fundinn föstudaginn 10. janúar kemur Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur og eigandi Uglu útgáfu. Hann mun fjalla um merkilegan þátt í atvinnusögu Seltjarnarness, Ísbjörninn. Jakob hefur nýlega sent frá sér bók um frumkvöðulinn Ingvar Vilhjálmsson. Fundurinn er á vegum sö...
Félagar segja frá og lesa upp úr eftirminnilegu lesefni jóla. 5 mínútna erindi
Jólafundur hjá Rótarýklúbb Seltjarness með jólahugvekju, tónlist og góðum mat. Við bjóðum mökum og ættingjum á fundinn að vanda. Verð á jólamatnum er 7.500 kr/mann en 3.750 kr fyrir börn undir 13 ára aldri. Hægt er að panta ýmis konar drykki með matnum, m.a. bjór og léttvín, en það þarf að greið...
Albert Jónsson, sendiherra mætir á fund okkar 13. desember n.k. og flytjur erindi um stöðu alþjóðamála. Alþjóðanefnd sér um þennan fund.
Á fundi okkar 6. desember verður niðurstaða stjórnarkjörs kynnt. Fyrirlesari dagsins verður Óttar Guðmundsson geðlæknir og mun hann spjalla við okkur um efni að eigin vali.
Aðventustund í tilefni jóla. Styrkur verður veittur á fundinum. Fyrirlesari fundarins er Rósa Kristjánsdóttir Fundarefnið er í umsjá samfélagsnefndar.
Fyrirlesari okkar er Elva Ósk Wiium er lögmaður og eigandi á Lagastoð lögfræðiþjónustu. Hún er stjórnarformaður Lagastoðar og stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum. Hún hefur víðtæka reynslu í lögmannsstörfum og eitt hennar sérsviða er erfðaréttur.Í erindi hennar mun hún fjalla um gerð erfðaskrá...
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fjallar um bæjarmálefni Guðmundur Páll verður með erindi félaga
Á fundinn 22.nóv, sem er í umsjá skemmtinefndar, mætir Bjarni Bessason prófessor við Verkfræðideild HÍ. Hann heldur fyrirlestur sem hann kýs að nefna „Jarðskjálftavá og jarðskjálftaáhætta á Höfuðborgarsvæðinu“. Bjarni er byggingaverkfræðingur og hefur sérhæft sig m.a. í burðarþoli bygginga og brúa...
Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, mun segja frá starfi GRÓ skólanna fjögurra, þ.e. Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans. GRÓ starfar undir merkjum UNESCO og hefur það að markmiði að koma íslenskri sérþekkingu sem g...
Fyrirlesari, þann 15. nóvemberð næstkomandi verður Helgi Sigurðsson prófessor emeritus og fyrrum yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala. Fundarefni verður: Læknisfræði, þróun og sjúkdómar.
Um skammlíft sjávarþorp í Seyðisfirði og upphaf ævilangs sjómennskuferils – með myndavél.
o Framtíð og framhald klúbbsins okkar o Áherslur frá Umdæmisþingi 2024 o Félagaþróun o Rótarý sjóðurinn Umræður, hugmyndavinna, markmiðasetning og ákvarðanir um næstu skref Hér er tengill inn á fundinn okkar https://us06web.zoom.us/j/77990613474?pwd=m3umoWksmeTmX067hJwm5Drpy7Clpj.1 Munda efti...
Fundurinn okkar 8.nov er á vegum rótarýfræðslunefndar. „Ræðumaður dagsins verður félagi okkar Þórleifur Jónsson og ætlar að ræða um ferðir klúbbsins til útlanda allt frá því fyrsta ferðin var farin til Prag í mars 2001 á 30 ára afmæli klúbbsins. Erindi sitt nefnir Þórleifur „Utanlandsferðir Rót...
Fundurinn verður í Albertsbúð í Gróttu og verður Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari, danshöfundur og þverfaglegur listamaður, Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024. Hér má sjá frétt um hana:https://www.seltjarnarnes.is/is/ibuar/frettir/baejarlistamadur-seltjarnarness-2024
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og flytur erindi sem hún nefnir „Hugleiðingar um horfur á vinnumarkaði“.
Heiti fyrirlesturs: Öflug starfsemi Borgarleikhússins Fyrirlesari fundarins er: Brynhildur Guðjónsdóttir Brynhildur er leikhússtjóri Borgarleikhússins og jafnframt félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Hún sló heldur betur sem veislustjóri á lokahófi umdæmisþingsins um síðustu helgi og mun örugglega s...
Erindi fyrir Rótarýklúbb Seltjarnarness, 18. október 2024 Erla Hulda Halldórsdóttir: Ástin og lífið í sendibréfum frá nítjándu öld Í erindinu verður fjallað um sendibréf, kosti þeirra og galla sem sagnfræðilegrar heimildar, og hvernig ég hef nýtt þau við rannsóknir mínar á lífi fólks á fyrstu á...
Félagi okkar Sr. Skúli flytur fyrirlestur sem hefur yfirskriftin er: Hátt til lofts og vítt til veggja: Biskupstíð Sigurgeirs Sigurðssonar 1939 til 1953. Óhætt er að segja að biskupstíð Sigurgeirs hafi einkennst af róttækum breytingum bæði innanlands og í hinu alþjóðlega samhengi. Heimsstyrjaldar...
Fjarfundurinn er settur kl. 17, en rásin opnar kl. 16:45 til skrafs og ráðagerða. Jón Karl mun fjalla um árið sem framundan er og verkefni. Við getum örugglega treyst því að erindið verði hvetjandi og skemmtilegt. Hann hvetur til góðrar mætingar og segist vilja hitta sem flesta vini sína og félaga...
Gestur okkar er Þóra Ásgeirsdóttir sem er deildarstjóri almannavarna hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í fyrirlestri sínum mun Þóra fjalla almennt um almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu.Fundurinn er í höndum Klúbbnefndar. Á fundinum mun einnig Evelyne Mukami frá Rotary Club Waridi í Kenya kom...
Fjarfundur er settur klukkan 17 en rásin opnar 16:45 til skrafs og ráðagerða. Á vinnumarkaði eru starfandi fjórar kynslóðir, uppgangskynslóðin, X- kynslóðin, Y-kynslóðin og Z- kynslóðin. Gylfi mun ræða um þessar kynslóðir, helstu sérkenni þeirra, væntingar þeirra til vinnunnar og stjórnunar, samski...
Anna Garðarsdóttir verkfræðingur sem starfar hjá líftæknifyrirtækinu Alvotech með höfuðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík mun segja okkur frá störfum sínum hjá fyrirtækinu og starfsemi þess.
Erlendur Magnússon mun reyfa niðurstöður nýlegrar bókar Jonathan Haidt, The Anxious Generation, þar sem m.a. er sýnt fram á skaðsemi samfélagsmiðla og snjalltækja á geðheilsu, félagsfærni og nám barna og unglinga og hins vegar draga saman niðurstöður úr ólíkum áttum um ávinning þess að seinka byrjun...
Kæri rótarýfélagi í Þinghól Félagakerfið Polaris er fullkomið kerfi sem notað er í mörgum löndum Evrópu og er það í stöðugri þróun. En það er lítið gagn af fullkomnu kerfi ef það er ekki notað. Torfi forseti hefur beðið mig að koma á fund til ykkar og kynna ykkur kerfið. Ég mun kynna hvernig kerfi...
Jón Karl Ólafsson umdæmisstjóri Rótarý Íslands 2024 - 2025 fer yfir áherslur starfsársins og fræðir fundarmenn um það sem er efst á baugi í Rótarýhreyfingunni.
Hilmar Thors forseti Rótarýklúbbs Seltjarness 2024 - 2025 fer yfir starfsáætlun klúbbsins á komandi vetri og klúbbstarfið verður rætt. Þriggja mín erindi verður í höndum Þórdísar Sigurðardóttur
Hún Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísis og forstjóri CEO-Huxun, verður fyrirlesari okkar en hún er nýtekin við sem formaður félagaþróunarnefndar Rótarýumdæmisins. Hún er spennt að heimsækja okkur og ætlar að deila af fjölbreyttri reynslu sinni úr atvinnulífinu og einnig að fjalla u...
Þetta er fyrsti fundur haustsins. Á fundinn koma 2 gestir og væntanlegir félagar . Kynntar verða nefndir starfsársins og rætt um verkefni n framundan. Ég vonast eftir góðri mætingu og hlakka til vetrarins með ykkur
Í tefni afmælis klúbbsins verður myndasýning af starfi klúbbsins frá stofnun til dagsins í dag.
Fimmtudaginn 13. júní verður golfmót Rótarý haldið á hinum fallega Kiðjabergsvelli. Mótið er vel sótt enda frábært tækifæri til að hitta félaga úr öðrum klúbbum. Keppnin er punktakeppni með forgjöf, en auk þess fer einnig fram keppni um besta skor eintaklinga án forgjafar og keppni milli klúbbanna...
Fundurinn, sem er síðasta fundur á starfsárinu, er stjórnarskiptafundur þar sem einnig fer fram afhending Hvatningarverðlauna klúbbsins.
Már Wolfgang Mixa flytur fyrirkestur sem hann nefnir "Geta einstaklingar á leigumarkaði safnað fyrir íbúð" Langflestir á íslenskum leigumarkaði vilja eignast sitt eigið húsnæði. Hlutfall fólks á leigumarkaði jókst mikið í kjölfar hrunsins og þrátt fyrir mikla aukningu kaupmáttar þá hefur hlutfall f...
Rótarýhreyfingin hefur tekið við árlegum Plokkdeginum. Við ætlum að leiðbeina um svæði og dreifa ruslpokum á 3 grenndarstöðvum milli 10 og 13. Skiptum vaktinni í tvennt, 10-11:30 og 11:30 til 13. Síðan getum við tekið plokkhring og mætt á Akratorg þar sem Miðbæjarsamtökin bjóða upp á pulsur 13...