Fundur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar

fimmtudagur, 15. ágúst 2019 12:15-13:30, Turninn Firði Fjarðargötu 13-15 220 Hafnarfjörður

 

Nú er komið að því að hefja félagsstarfið á ný eftir sumarfrí.  Ég vona að allir hafi haft það gott í fríinu, en séu farnir að sakna rótarýfunda.

Næsti fundur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar verður fimmtudaginn 15. ágúst í Turninum og hefst kl. 12:15.  Þriggja mínútna erindið flytur Zophanías Þorkell Sigurðsson.  Fyrirlestur fundarins er á vegum starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Einar Kristján Jónsson.  Fyrilestur dagsins verður í höndum félaga okkar Kolbrúnar Benediktsdóttur.

 

Kveðja.

Víðir forseti 2019-2020