Kæru Rótarýfélagar
Nú hefur verið létt á fjöldatakmörkunum niður í 50, sem þýðir að við getum haldið fund.
Hann verður í Sjónarhóli í Kaplakrika nk. fimmtudag, 3. febrúar kl. 12.15.
Fundarefnið er í höndum Rótarýfræðslunefndar, þar sem Jóhannes Pálmi Hinriksson er formaður.
Fyrirlesari er félagi okkar Kristján Stefánsson sem rifjar upp ferðalagi klúbbsins til Vesturheims árið 2002 í máli og myndum.
Þá ber ég ykkur þá fregn að félagi okkar, Bjarnar Ingimarsson lést þann 24. janúar sl. Við munum minnast hans á fundinum.
Með bestu kveðjum,
Sigurður Björgvinsson forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.