Næsti fundur í okkar góða klúbbi verður 28. apríl nk..
Fundurinn verður haldinn í Sjónarhóli í Kaplakrika og hefst kl. 12.15. Fundurinn er á vegum samfélagsnefndar þar sem Ægir Hafberg er formaður.
Fyrirlesari verður Tómas Knútsson, en hann er í fyrirsvari fyrir Bláa herinn, en þau samtök hafa helgað sig umhverfismálum og hafa m.a. hreinsað hluta strandlengju Íslands.
Þriggja mínútna erindið verður í höndum Gerðar Guðjónsdóttur.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Með Rótarýkveðju,
Sigurður Björgvinsson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.