Rótarýfundur

fimmtudagur, 5. maí 2022 12:15-13:30, Kaplakrikiv/ Flatahraun220 Hafnarfjörður
Kæru Rótarýfélagar

Næsti Rótarýfundur verður haldinn þann 5. maí nk. kl. 12.15 í Sjónarhóli,  Kaplakrika.
 
Fundurinn er á vegum landgræðslunefndar, en þar er formaður Zophanías Þorkell Sigurðsson.
 
Fundarefnið er kynning á nýtingu  styrks frá Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi að upphæð 650.000 krónur. 
Formaður landgræðslunefndar  mun kynna áætlanir og hugmyndir um verkefnið sem hefur hlotið nafnið: Landgræðsla - stígar og ræktun.
 
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
 
Með Rótarýkveðju,
Sigurður Björgvinsson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar