Kæru Rótarýfélagar
Jólafundur Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar verður haldinn þann fimmtudaginn 9. Desember í Sjónarhóli, Kaplakrika og hefst kl. 12.30 og lýkur kl. 13.30. Fundurinn er á vegum skemmtinefndar en þar er formaður Guðmundur Helgi Víglundsson. Eins og við höfum rætt þá verður þessi með öðru sniði en áður af hefur verið hvað varðar fjölda gesta. Nú setja ráðstafanir yfirvalda okkur þröngan stakk, þar sem fjöldatakmarkanir eru óbreyttar áfram, þ.e. 50 manns. Við mætum samt galvösk með jólaskapið í farteskinu og höfum gaman. Syngjum að venju jólalög og njótum samvista með góðum félögum.
Á dagskránni er hugvekja sem sr. Kjartan Jónsson flytur.
Halldór Svavarsson rithöfundur kemur í heimsóknog les úr nýútkominni bók sinni Strand Jamestowns, sem fjallar um strand skipsins Jamestown við Hafnir á Reykjanesi 1881.
Okkar frábæru kokkar frá Kænunni bjóða upp á glæsilegt jólahlaðborð sem samanstendur af hangikjöti, hamborgarahrygg og meðlæti, risalamande og síðast en ekki síst verður búðingur á borðum. Boðið verður upp á malt og appelsín og einn kaldan fyrir þá sem vilja.
Að öðru leyti verður fundurinn með hefðbundnu sniði.
Með bestu kveðjum,
Sigurður Björgvinsson forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.